1. desember,2006
Hæ,
Jæja, þessi dagur og nóttin á undan hafa nú verið með þeim svakalegri skal ég segja ykkur. Sum ykkar vita að ég tapaði um dags vinnu fyrr vegna aulaháttar fyrir ca. 2 vikum síðan. Þar sem "Cancel" var jáyrði fyrir mér.
Í gær var ég á lokastigum þessa margumtalaða ritlings. Hann hefur legið eins og mara á mér síðan í febrúar á þessu ári með einhverjum hléum þó.
Ég tók mig smá rögg í október og ákvað loksins að reyna við þetta og tja þetta hefur nú ekki verið þrautalaust. Ég var svo loks kominn á góðan skrið síðustu dagana og var nálægt því að klára kvöldið fyrir skil.
Klukkan 9 fór tölvan ´mín að haga sér einkennilega og endurræsing var óumflýjanleg. Ég vistaði skjalið sem ég í einskærum aulaskap hafði sótt á vefpóstinn minn og keyrði þaðan, sem þýðir að skjalið var í Temporary Internet Files. Jæja, ég vistaði bara og endurræsti. Þegar tölvan vaknaði til lífsins á ný og wordið búið að ræsast þá var skjalið hvergi að finna og tveggja daga vinna horfinn!!! 15 síður voru farnar!!! og einungis 18 tímar í skil. Ég eiginlega skil það ekki hvar ég fékk kraftinn til að halda áfram. Ég var ekki búinn að sofa neitt að ráði í 2 daga, en jæja ég hugsaði bara það er nú eða aldrei. Og mér tókst að krota ca. 15 síður um nóttina og með góðri hjálp frá Sólrúnu kom ég þessu á prent og svo keyrði ég þessu í fjölritun og vonandi hafa fjölritunarkapparnir getað fengið sér góðan kvöldverð því ekki var þetta ódýrt. Jæja ég skilaði svo klukkan 2 og vona svo innilega að þetta sé í lagi. Ég náði ekki að lesa almennilega yfir þessar rúmu 80 síður og krossa bara fingur að þetta sé í lagi úff. Jæja, því verður ekki breytt héðan af.
En írónían í þessu öllu saman er sú að maður sem hefur malað um það í fleiri ár að fólk eigi að taka afrit og passa upp á skrárnar sínar skuli sjálfur ekki praktísera það sem hann predikar. Jæja, vonandi lærir maður á endanum.
Ég þakka Addý og Guðrúnu kveðjurnar. Addý, ég var að gera heimildaskrána þegar kommentið þitt kom...og olli mér hugarangri satt að segja þegar ég sá það poppa upp í póstinum he he en takk samt sem áður.
kveðja til allra og þakka öllum þeim sem leyfðu mér að mala í síma, msn eða öðrum miðlum á meðan á þessu ferli stóð.
Arnar Thor
vonandi búinn.
Jæja, þessi dagur og nóttin á undan hafa nú verið með þeim svakalegri skal ég segja ykkur. Sum ykkar vita að ég tapaði um dags vinnu fyrr vegna aulaháttar fyrir ca. 2 vikum síðan. Þar sem "Cancel" var jáyrði fyrir mér.
Í gær var ég á lokastigum þessa margumtalaða ritlings. Hann hefur legið eins og mara á mér síðan í febrúar á þessu ári með einhverjum hléum þó.
Ég tók mig smá rögg í október og ákvað loksins að reyna við þetta og tja þetta hefur nú ekki verið þrautalaust. Ég var svo loks kominn á góðan skrið síðustu dagana og var nálægt því að klára kvöldið fyrir skil.
Klukkan 9 fór tölvan ´mín að haga sér einkennilega og endurræsing var óumflýjanleg. Ég vistaði skjalið sem ég í einskærum aulaskap hafði sótt á vefpóstinn minn og keyrði þaðan, sem þýðir að skjalið var í Temporary Internet Files. Jæja, ég vistaði bara og endurræsti. Þegar tölvan vaknaði til lífsins á ný og wordið búið að ræsast þá var skjalið hvergi að finna og tveggja daga vinna horfinn!!! 15 síður voru farnar!!! og einungis 18 tímar í skil. Ég eiginlega skil það ekki hvar ég fékk kraftinn til að halda áfram. Ég var ekki búinn að sofa neitt að ráði í 2 daga, en jæja ég hugsaði bara það er nú eða aldrei. Og mér tókst að krota ca. 15 síður um nóttina og með góðri hjálp frá Sólrúnu kom ég þessu á prent og svo keyrði ég þessu í fjölritun og vonandi hafa fjölritunarkapparnir getað fengið sér góðan kvöldverð því ekki var þetta ódýrt. Jæja ég skilaði svo klukkan 2 og vona svo innilega að þetta sé í lagi. Ég náði ekki að lesa almennilega yfir þessar rúmu 80 síður og krossa bara fingur að þetta sé í lagi úff. Jæja, því verður ekki breytt héðan af.
En írónían í þessu öllu saman er sú að maður sem hefur malað um það í fleiri ár að fólk eigi að taka afrit og passa upp á skrárnar sínar skuli sjálfur ekki praktísera það sem hann predikar. Jæja, vonandi lærir maður á endanum.
Ég þakka Addý og Guðrúnu kveðjurnar. Addý, ég var að gera heimildaskrána þegar kommentið þitt kom...og olli mér hugarangri satt að segja þegar ég sá það poppa upp í póstinum he he en takk samt sem áður.
kveðja til allra og þakka öllum þeim sem leyfðu mér að mala í síma, msn eða öðrum miðlum á meðan á þessu ferli stóð.
Arnar Thor
vonandi búinn.
Ummæli
Er keppnin hafin ??
Það er ótrúlegur léttir þegar svona verki sem manni hefur fundist yfirþyrmandi er lokið. Gangi þér sem allra best gamli minn og bestu kveðjur frá okkur Óla.
Hafði alltaf fulla trú á þessu og hef enn.
Nú getur þú farið að jólast með litlu jólasveinunum þínum.
kv Munda og co
Hlakka svo til að koma í heimabökuðu smákökurnar þarna.....
Heiðagella
njóttu vel að vera loksins búinn.
Kveðja úr Keflavíkinni (sem er smá saman að breytast í jólabæ frá helv...)
Sif